Unnið er að framtíðarfyrirkomulagi lána Íbúðalánasjóðs og fjármögnun þeirra á tveimur sviðum. Ekki hafa þó verið teknar neinar ákvarðanir um fyrirkomulag sjóðsins sem snúa að lánaframboði, fjármögnun útlána eða að mögulegri breytingu á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Starfshópi á vegum velferðarráðuneytis er ætlað að skila áfangaskýrslu fyrir lok næsta mánaðar.

Íbúðalánasjóður sendi frá sér tilkynningu í morgun í tengslum við umræðuna um stöðu og hlutverk sjóðsins.

Tekið er fram í tilkynningunni að ákvarðanir um sjóðinn verði kynntar þegar þær liggi fyrir.

„Samhliða birtingu ársuppgjörs Íbúðalánasjóðs sem áætluð er í viku 12 er stefnt að því að kynna nánar stöðu og horfur í rekstri sjóðsins eftir því sem frekast er unnt,“ segir í tilkynningunni.

Ítarlega er fjallað um Íbúðalánasjóð í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.