Engar vaxtaberandi skuldir hvíldu á Myllusetri, rekstrarfélagi Mylluseturs, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um Viðskipti og efnahagsmál, kom út í gær. Í blaðinu var ítarleg umfjöllun um rekstrarstöðu helstu fjölmiðlafyrirtækja á Íslandi. Þar kom fram að Myllusetur er með besta lánshæfið, samkvæmt þeim viðmiðum sem bankarnir setja. Það hlutfall er fengið með því að deila EBITDA í vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé.  Hlutfallið gefur fjárfestum, eða lánveitendum, hugmynd um hversu langan tíma fyrirtæki væri að greiða upp skuldir sínar, án tillits til vaxta, skatta, afskrifta og rýrnunar. Í blaðinu kom fram að skulda-EBITDA hlutfallið væri 2,9.

Í Fréttablaðinu í dag kemur svo fram að ranghermt hafi verið í umfjöllun í Markaðnum að skulda/EBITDA-hlutfall Mylluseturs, útgefanda Viðskiptablaðsins, væri 2,9. Engar vaxtaberandi skuldir hafi hvílt á félaginu um síðustu áramót og því hafi hlutfallið þá verið –1,1.