Tugir, jafnvel hundruðir milljóna, króna voru greiddar af fjármálaráðuneyti til sérfræðinga sem störfuðu með vinnuhópi ráðuneytisins vegna yfirtöku ríkisins á SpKef án þess að haldið væri sérstaklega utan um greiðslurnar. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Í svarbréfinu segir að þrír starfsmenn ráðuneytisins hafi skiptað vinnuhópinn en leitað var til sérfræðinga breska ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint Partners og Jóhannesar Bjarna Björnssonar, lögmanns hjá Landslögum.

Í fjáraukalögum var gert ráð fyrir 460 milljóna til fjármálaráðuneytisins vegna sérfræðikostnaðar vegna aðgerði í kjölfar hrunsins. Morgunblaðið hefur hefur Guðlaugi Þór að samkvæmt gögnum sem hann hafi sótt annars staðar hafi helmingur þeirrar upphæðar verið til að mæta útgjöldum vegna aukins kostnaðar við aðkeypta sérfræðiþjónustu vegna málefna sparisjóðanna. Þannig líti út fyrir að ráðuneytið hafi þurft að greiða þeim utanaðkomandi sérfræðingum sem störfuðu með vinnuhópnum hundruð milljóna króna.

Ekki var haldið sérstaklega um þessar greiðslur og skilaði vinnuhópurinn engum minnisblöðum eða öðrum gögnum til fjármálaráðuneytisins vegna vinnunnar.