Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins lágu engar sérstakar fréttir eða orðrómur á bak við styrkingu krónunnar undir lok viðskipta í dag.

Markaðurinn hafi allur verið á söluhliðinni en þegar kauptilboð barst reyndist nokkur eftirspurn eftir krónum vera á markaðinum, segir einn viðmælandi Viðskiptablaðsins.

Þeir gjaldeyrismiðlarar sem Viðskiptablaðið ræddi við töldu hins vegar ólíklegt að styrkingin sé til marks um viðsnúning á markaðinum, en það kæmi betur í ljós í viðskiptunum á morgun.