Óvenjulegt eignardómsmál hefur verið höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Málið er höfðað af Malgorzata Bluszko, sem keypti fasteign á Bakkafirði árið 2006 af félaginu Gunnólfi ehf. Ekki var gengið frá afsali um leið, þótt kaupverðið hefði verið að fullu vera afsalsdag. Rúmu ári síðar var Gunnólfur ehf. úrskurðað gjaldþrota. Skiptum lauk árið 2010 án þess að afsal hafði ver- ið gefið út, en kaupandinn taldi kaupsamning duga sem eignarheimild.

Það var svo ekki fyrr en í haust þegar hún ætlaði að fá lán með veði í fasteigninni að í ljós kom að hún var ekki þinglýstur eigandi hússins. Það flækir málið að skiptastjóri búsins hefur ekki lengur virk lögmannsréttindi, en að auki er ekki forsenda fyrir endurupptöku skipta á þrotabúi Gunnólfs. Þar sem enginn er hæfur til að gefa út afsalið hefur málið nú verið höfðað.