Ekkert millilandaflug er á dagskrá á flugvöllum landsins í dag, jóladag, og er Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli lokað eins og síðustu ár. Öðru máli gegnir á hinum Norðurlöndunum er þar er fjöldi flugferða í boði í dag. Fram kemur á netmiðlinum Túrista , að þetta eigi jafnt verið um stóru flugvellina í höfuðborgum Norðurlanda og á milli völlum, s.s. í Bergen, Billund og Gautaborg.

Ferðadagurinn verður með venjulegu móti í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli á morgun, annan dag jóla, en þá eru 27 brottfarir á dagskrá.