Peningastefnunefnd Englandsbanka er talinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 0,5% og hafa verið það síðan mars 2009. Undanfarið hafa borist hagtölur sem sýna að efnahagur Bretlands sé aftur að versna.

Sérfræðingar óttast að Bretar snerti botninn tvívegis í þessari kreppu (e. double dip recession).

Viðskiptablaðið sagði frá því á vef sínum fyrir skömmu að ekki væri full eining innan peningastefnunefndarinnar. Einn nefndarmanna, Andrew Sentance, óttast að að verðbólga muni aukast og lagði til hækkun stýrivaxta.