Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, tilkynnti í morgun að hann muni kaupa löng ríkisskuldabréf „á þeim skala sem nauðsynlegt er“ til að koma aftur jafnvægi á skuldabréfamarkaðinn. Um er að ræða algjöran viðsnúning hjá bankanum sem hafði ætlað sér að byrja að selja ríkisskuldabréf í næstu viku en hefur nú frestað þeim áformum.

Ávöxtunarkrafa á þrjátíu ára breskum ríkisskuldabréfum náði tuttugu ára hámarki í 5% í morgun. Krafan lækkaði þó um 0,75 prósentur, niður í 4,3%, við tilkynningu Englandsbanka að því er kemur fram í frétt Financial Times. Krafan hefur aldrei lækkað jafnmikið innan eins dags, samkvæmt gögnum Tradeweb. Krafan á tíu ára ríkisbréfum lækkaði úr 4,6% í 4,1%.

Ávöxtunarkrafa breskra ríkisbréfa hækkaði mikið eftir að ríkisstjórn Liz Truss kynnti áforum um 45 milljarða punda skattalækkanir og aðgerðir á raforkumarkaði sem fjármálaráðherrann í lok síðustu viku.

Breska pundið hefur einnig veikst verulega síðustu daga. Fyrr í vikunni náði pundið sínu lægsta gengi gagnvart dollaranum í meira en fimm áratugi.