Í aðdraganda frumútboðs bréfa Facebook ákvað sérfræðingur hjá Morgan Stanley að draga úr tekjuspám sem hann hafði áður gefið út fyrir fyrirtækið. Bankinn tók þátt í útboðinu og þykir óvenjulegt að breyta mati á slíkum tímapunkti í ferli skráningar fyrirtækis á markað.

Í frétt Reuters um málið segir að þessi skyndilegi viðsnúningur hafi aðeins verið örfáum dögum fyrir útboðið og er haft eftir sérfræðingum að endurmatið kunni að hafa haft lykiláhrif á þróun hlutabréfaverðsins í gær. Fjöldi fjárfesta hafi fælst frá vegna þessa.

Eins og greint hefur verið frá féll hlutabréfaverðið um 11% í gær, á öðrum degi í viðskiptum. Verðið lækkaði þá niður í 34 dollara en útgáfuverð var 38 dollarar.