Bankastjórar stóru bankanna þriggja telja enn nokkra bið í nýskráningu á hlutabréfamarkaði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að bankastjórarnir þrír séu allir sammála um að eyða þurfi mörgum óvissuþáttum í atvinnulífinu eigi að skapast góð skil fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum. Kvóta- og gengismálin valda sérstaklega óvissu. Þá sé einnig óvissa um afléttingu gjaldeyrishafta.

Áform um eignasölu eru rakin í nýrri fjárfestingaráætlun yfirvalda þar sem tekjur af nýjum veiðigjöldum og eignasölu ríkisins í bönkunum eiga að fjármagna fjárfestingar á árunum 2013-2015. Þar er áætlaður hlutur eignarhluti ríkisins í Landsbankanum metinn á 162,3 milljarða króna, eignarhluti í Arion banka metinn á 14,4 milljarða og eignarhluti í Íslandsbanka 6,1 milljarð. Samanlagt eru þetta 182,8 milljarðar króna.