Fjöldi atvinnulausra á Spáni heldur áfram að vaxa jókst um rúmlega 154 þúsund manns í febrúar.

Það þýðir að nú eru um 3,5 milljónir manna atvinnulaus á Spáni samkvæmt opinberum gögnum en atvinnuleysi hefur nú ekki mælst hærra í 13 ár þar í landi, eða 14,8%.

Reuters fréttastofan greinir frá því að þrátt fyrir að fjöldi atvinnulausra hafi ekki aukist jafn mikið og í janúar, þegar atvinnulausum fjölgaði um 199 þúsund, muni atvinnuleysi halda áfram að vaxa á næstu mánuðum.

Þannig muni fjöldi atvinnulausra mælast um 4 milljónir á þriðja ársfjórðungi þessa árs, jafnvel í sumar.

Viðmælendur Reuters gera ráð fyrir að atvinnuleysi á Spáni verði allt að 16,1% á næsta ári og fari jafnvel í 18,7% árið 2011 með sama áframhaldi.