Tæplega 25,2 milljónir manna voru atvinnulausir í aðildarríkjum Evrópusambandsins í júlí. Af þeim eru 18 milljónir innan evrulandanna. Þetta kemur fram í tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Atvinnuleysi í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins var að meðaltali 10,4% í júlí samanborið við 9,6% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi í evrulöndum var 11,3% í júlí en var 10,1% í júlí í fyrra.

Atvinnuleysið er líkt og áður mest á Spáni og nam það 25,1% júlí og jókst úr 21,7% frá því í fyrra. Litlar líkur er taldar að vinnandi höndum muni fjölga í landinu á næstunni þar sem talsverður samdráttur er í þjóðartekjum.

Minnst atvinnuleysi er í Austurríki eða 4,5%,