Bandaríski fjármálarisinn Morgan Stanley mun á næstu vikum segja upp 1.600 manns og verða uppsagnirnar aðallega í fjárfestingabankaarmi bankans og í stuðningsdeildum. Í frétt Bloomberg segir að alls sé um að ræða sex prósent af heildarstarfsmannafjölda bankans.

Uppsagnirnar eru framhald af aðhaldsaðgerðum sem staðið hafa í bankanum undanfarin misseri, en fyrstu níu mánuði síðasta árs var starfsmönnum fækkað um 4.200 manns, annað hvort með uppsögnum eða sölu á dótturfyrirtækjum.

Áætlanir Morgan Stanley gera ráð fyrir því að rekstrarkostnaður dragist saman um 1,4 milljarð dala fyrir næsta ár.