Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,8% frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Hlutabréf fjórtán félaga á aðalmarkaðnum hafa lækkað um meira en 1% í morgun. Velta það sem af er degi á aðalmarkaðnum nemur 640 milljónum króna.

Mesta veltan í morgun hefur verið með hlutabréf Marels sem hafa lækkað um 2,3%. Hlutabréfaverð Marels stendur í 459 krónum þegar fréttin er skrifuð, um 47% lægra en í upphafi árs.

Þá hafa hlutabréf Kviku banka, Skeljar fjárfestingarfélags og Eimskips einnig fallið um meira en 2% í morgun, þó í lítilli veltu.