Tunnan af Brent Norðursjávarolíu kostar nú minna en 60 bandaríkjadali en svo lágt verð hefur ekki sést síðan í júlí 2009. Þá fór verðið á olíutunnunni vestanhafs undir 55 dali. BBC News greinir frá málinu.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hríðlækkandi síðan í sumar og er nú helmingi minna en það var þá. Verðið hefur lækkað nokkuð hratt í þessari viku eftir að Alþjóðaorkumálastofnunin birti skýrslu sem gefur til kynna að eftirspurn eftir olíu mun fara minnkandi á næstunni.

Þrátt fyrir þetta tilkynnti Abdallah Salem el-Badri, framkvæmdastjóri Opec, um helgina að aðildarríki samtakanna myndu ekki draga úr framleiðslu til þess að halda verðinu uppi.