Olíuverð virðist ætla að halda áfram að lækka nú í lok vikunnar. Verð olíutunnu hefur lækkað um 2,6 Bandaríkjadali það sem af er degi og kostar nú 122,9 dali og hefur ekki verið ódýrari í 7 vikur.

Olíuverð náði hámarki í 147,3 dölum á tunnu í júlí.

Í London hefur olíutunnan lækkað um 2,7 dali í verði og kostar nú 123,7 dali.

Einkum er það ótti við fall eftirspurnar vegna samdráttar bandarísks hagkerfis sem veldur verðlækkunum.