Enn eru þreifingar milli Microsoft og Yahoo og munu aðilar fyrirtækjanna hittast eftir helgi til að ræða samruna.

Sá fundur mun vera sá fyrsti síðan Yahoo hafnaði yfirtökutilboði Microsoft í byrjun febrúar að sögn Wall Streetn Journal sem greinir frá þessu. Samkvæmt ónefndum viðmælenda WSJ er fundurinn haldin til að Microsoft menn geti kynnt tillögur sínar betur af sameiginlegu fyrirtæki.

Talsmenn beggja fyrirtækja hafa ekki viljað tjá sig.