Facebook hefur aflað sér 500 milljóna dala, jafnvirði um 58 milljarða króna, með útgáfu nýs hlutafjár. Bandaríski bankinn Goldman Sachs og rússneskt fjárfestingafélag keyptu í félaginu. Í frétt New York Times í dag segir að fjármagnið geri Facebook kleift að stækka enn frekar með fjölgun starfsfólks og aukinni vöruþróun.

Miðað við viðskiptin er virði Facebook nú um 50 milljarðar dala, en félagið er ekki skráð á markað. Goldman Sachs fjárfesti fyrir 450 milljónir dala og rússneska félagið Digital Sky Technologies fyrir 50 milljónir dala.