Gengi krónunnar veiktist um 0,55% í dag og stendur gengisvísitalan í 324,84 stigum. Þetta kemur til viðbótar 0,6% veikingu í gær. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, sagði í samtali við vb.is í gær höftin hamla því að gengið hreyfist mikið vegna frétta af efnahagsmálum og endurspegli markaðurinn því ekki lengur væntingar eins og fyrir hrun. Því til staðfestingar hreyfðist gengi krónunnar ekkert þegar EFTA-dómstóllinn sýknaði Ísland í Icesave-málinu á mánudag.

Jón Bjarki sagði talsverð viðskipti á gjaldeyrismarkaði þurfa til að hreyfa við krónunni. Hann taldi hugsanlega ástæðu annað hvort unfangsmikinn innflutning upp á nokkuð hundruð milljóna króna eða gjaldeyriskaup í aðdraganda stórra gjalddaga á erlendum lánum. Þrír stóri gjalddagar eru framundan í apríl og maí þegar Kópavogur og Orkuveita Reykjavíkur þurfa að greiða af erlendum lánum sínum. Því til viðbótar eru stutt ríkisbréf á gjalddaga um svipað leyti en erlendir aðilar eiga hluta þeirra.