Gengi hlutabréfa bresku verslunarkeðjunnar House of Fraser hefur lækkað um 4,2% í morgun í 127 pens á hlut.

Sérfræðingar á breskum fjármálamarkaði segja ástæðuna fyrir lækkuninni vangaveltur um að Baugur hafi hætt við að gera formlegt kauptilboð í félagið.

Baugur, sem á 9,5% eignarhlut í félaginu, hefur gert óformlegt kauptilboð í House of Fraser að virði 148 pens á hlut.

Ekki náðist í talsmann Baugs í morgun til að staðfesta orðróminn.