Þótt lögfræðingurinn Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir Besta flokkinn á kjörtímabilinu þá ætlar hann ekki að demba sér í framboð í sveitastjórnarkosningunum á næsta ári.

„Nei, því get ég algjörlega lofað þér. Það þyrfti eitthvað stórkostlegt til að það ætti sér stað," segir Haraldur sem neitar því þó ekki að það hafi verið nefnt við hann. „Það er ýmislegt rætt en ég hef það alveg á hreinu að ég nýtist ekki vel þar,“ segir hann.

Haraldur Flosi segist vera tiltölulega frjálslyndur í pólitískum skoðunum og geta unnið með alls konar pólitík. Aðalatriðið sé bara að það þurfi að vera einhver skynsemi í hlutunum.

Rætt er við Harald Flosa í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast það hér að ofan undir liðnum tölublöð .