Breyttar reglur Dómstólaráðs um birtingu dóma á netinu og aukna nafnleynd eru til þess fallir að leggja stein í götu upplýsingamiðlunar. Það er afturför, að mati Hjálmars Jónsson, formanns Blaðamannafélags Íslands.

RÚV fjallar um breyttar reglur um birtinguna og segir héraðsdóm Reykjavíkur ekki í stakk búinn til að framfylgja þeim og er innleiðingunni frestað til áramóta. Reglurnar áttu að taka gildi 1. september.

RÚV segir breytingarnar snúa helst að því að færri dómar og úrskurðir birtist á síðum dómstólaa. Samkvæmt þeim skal til að mynda ekki birta neina dóma í einkamálum eða í þeim dómum er varða lög um barnavernd, hjúskaparmál eða barnalög. Hin breytingin er sú að birtingu dóms í sakamáli skuli gæta nafnleyndar um aðra en ákærða. Það hefur ekki tíðkast fram til þessa.