Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hvetur samlanda sína til að sniðganga vörur frá Frakklandi eftir að forseti þess, Emmanuel Macron, hét því að verja aðskilnað ríkis og trúarbragða frá öfgaíslömskum öflum þar í landi.

Franski kennarinn Samuel Paty var myrtur í þarsíðustu viku eftir að hafa sýnt nemendum sínum teiknimyndir af íslamska spámanninum Muhammad, en myndir af spámanninum eru illa séðar af mörgum múslimum, og álitnar móðgun gegn trú þeirra.

Macron vottaði honum í kjölfarið virðingu sína og sagði Frakkland ekki myndu gefa eftir teiknimyndir sínar. Rík hefð er fyrir algerum aðskilnaði ríkis og trúar þar í landi, og trúarlegar tilfinningar fólks ekki álitnar réttlæta skorður á tjáningafrelsinu.

Erdogan sagði samlöndum sínum í sjónvarpsávarpi í gær að virða franskar vörur ekki viðlits. Hann lýsti stöðu múslima í Frakklandi við gyðinga fyrir seinni heimsstyrjöldina, og skoraði á leiðtoga annarra Evrópulanda að „segja Frakklandsforseta að hætta hatursherferð sinni“.

Umfjöllun BBC .