*

miðvikudagur, 11. desember 2019
Erlent 6. júlí 2019 11:25

Erdogan rekur seðlabankastjóra Tyrklands

Seðlabanka­stjóri Tyrk­lands, Murat Cet­inkaya, hef­ur verið rek­inn sam­kvæmt for­seta­til­skip­un.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan
european pressphoto agency

Seðlabanka­stjóri Tyrk­lands, Murat Cet­inkaya, hef­ur verið rek­inn sam­kvæmt for­seta­til­skip­un, Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrkklands. Frá þessu er greint á vef Bloomberg. Cet­inkaya hef­ur gegnt embætti seðlabanka­stjóra síðan í apríl 2016. 

Fyrr­ver­andi und­irmaður Cet­inkaya, Murut Uysal, tek­ur við stöðu seðlabanka­stjóra, en eng­in op­in­ber ástæða hef­ur verið gef­in um brottrekst­ur­inn. 

Verðbólga í Tyrklandi mæl­ist nú 15,72% og hef­ur lækkað um þrjú pró­sentu­stig síðan í maí.