Erfitt hefur reyst að manna stöður í ferðaþjónustunni í sumar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í landinu. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hótelstjórar um allt land hafi kvartað yfir því að fá ekki fólk. Nú séu skólakrakkar að hverfa úr störfum um leið og skólarnir byrja og menn viti ekkert hvar eigi að fá fólk í staðinn. Erna segir að vissulega séu þrif og ýmis önnur þjónusta á hótelum láglaunastörf. Það geti samt verið góð og skemmtileg tilbreyting fyrir ungt fólk fremur en að sitja aðgerðarlaust á atvinnuleysisbótum í Reykjavík.