Höfuðstöðvar Ístaks að Engjategi 7 í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Ístaks að Engjategi 7 í Reykjavík.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Rekstrarhagnaður Ístaks á árinu 2010 nam 102 milljónum króna en að teknu tilliti til fjármagnsliða og skatta tapaði félagið 38 milljónum króna. Eigið fé félagsins var í lok árs um 6,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall er tæp 50%. Ístaki hefur tekist að sækja erlend verkefni í miklum mæli á mjög skömmum tíma en veltan jókst um 5,5% milli áranna 2009 og 2010.

Árið 2010 námu erlendar tekjur Ístaks um 80% af heildartekjum eða um 12 milljörðum samanborið við árið 2009 þegar erlendar tekjur námu 20% af tekjum samstæðunnar en þá námu íslenskar tekjur tæpum 12 milljörðum króna. Þessar upplýsingar koma fram í ársreikningi í fyrirtækjaskrá.