Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 491 milljörðum króna í lok apríl samanborið við 459 milljarða í lok mars 2009.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Erlendar skuldir Seðlabankans voru 295 milljarðar króna í lok apríl en voru 290 milljarðar króna í lok mars.

Þá var í mars gerð sú breyting að telja með eign erlendra aðila á innstæðubréfum og viðskiptaskuld í íslenskum krónum við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki og nær sú breyting aftur til september 2008.

Jafnframt var gerð sú breyting í mars 2009 að staða og hreyfingar eru nú reiknaðar á miðgengi í stað kaupgengis og nær sú breyting einnig aftur til sept. 2008. Þann 19. nóvember 2008 samþykkti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að veita Íslendingum lán, hluti af því kom til greiðslu í nóvember 2008.