Sam­kvæmt Hag­stofu Ís­lands hafa aldrei fleiri gisti­nætur verið skráðar í apríl­mánuði en alls voru 563.000 gisti­nætur skráðar, sem er um 23% aukning frá fyrra ári, 458.900.

Um 17% aukningu er að ræða á milli ára. (480.300).

Gisti­nætur er­lendra ferða­manna í apríl voru um 78% eða um 441.000, sem er 33% aukning frá sama tíma­bili í fyrra, 332.300.

Gisti­nætur Ís­lendinga voru um 122.000 sem er 4% minna en á fyrra ári (126.600).

Gisti­nætur á hótelum og gisti­heimilum voru um 430.000 og um 133.000 á öðrum tegundum skráðra gisti­staða (í­búða­gisting, or­lofs­hús, tjald­svæði o.s.frv.).

Á­ætlaður fjöldi er­lendra gistinótta í heimagistingu utan hefð­bundinnar gisti­n­átta­skráningar í apríl var um 98.000.

Hótel­gisting jókst í öllum lands­hlutum nema á Norður­landi, saman­borið við apríl 2022. Gisti­nætur á hótelum í apríl voru 366.700 sem er 25% aukning frá fyrra ári (292.500).

Gisti­nætur er­lendra ferða­manna voru 293.400, eða 80% af hótel­gistinóttum, á meðan gisti­nætur Ís­lendinga voru 73.300 (20%). Gisti­nætur er­lendra ferða­manna jukust um 36% á sama tíma og gistinóttum Ís­lendinga fækkaði um 5%.

Á sama tíma jókst fram­boð hótel­her­bergja um 5,9% frá apríl 2022 og her­bergja­nýting á hótelum var 58,0% sem er 7,9 prósentu­stigum hærra frá árinu áður.

Hægt er að sjá heildartölur um gistinætur í aprílmánuði á vef Hagstofu Íslands hér.