Erlendir fjárfestar virðast hafa lítinn áhuga á nýjum og löngum flokki ríkisbréfa enda hafa þeir almennt reynst tregir til að kaupa þau. Styttri bréfum sína þeir þeim mun meiri áhuga. Þessu til sönnunar eiga erlendir aðilar aðeins 0,5% af útistandandi flokki ríkisbréfa sem gefin voru út í október og eru á gjalddaga eftir tíu ár.

Greining Íslandsbanka segir svo frá því í Morgunkorni sínu í dag að erlendir aðilar hafi ekki verið beinir kaupendur í útboði með nýjasta flokk óverðtryggðra ríkisbréfa í síðasta mánuði.

Greining Íslandsbanka bendir á að í janúar hafi erlendir aðilar bætt nokkuð við eign sína í stystu ríkisbréfaflokknum í síðasta mánuði með kaupum á eftirmarkaði. Bréfin eru á gjalddaga á næstu tveimur árum og áttu þeir rúm 68% í ríkisbréfaflokknum RIKB12 og 76% í RIKB13.

Nánar má lesa um málið í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka