Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings, segir að erlendir kröfuhafar hafi miklar áhyggjur af því hvað er að gerast hér á landi hjá stjórnvöldum. Slitastjórnin fundaði með kröfuhöfum bankans í morgun.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvort að kröfuhafar hafi hótað stjórnvöldum málsókn sagði Ólafur að hann vissi ekki hvernig samskiptum þeirra og stjórnvalda væri háttað. Hann sagði þó að þeir hafi vissulega látið vita að þeir séu ekki sáttir við þá stöðu að hugsanlega verði hlutur þeirra skertur með niðurfellingu skulda bankanna. Það gæti gert leitt til þess að kröfuhafar leiti réttar síns.