Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 0,9% við lokun markaðar í dag og er nú 16692,76, en vísitalan hefur ekki verið hærri í fimm mánuði, segir í frétt Dow Jones.

Vísitalan hækkaði einnig talsvert á föstudaginn, eða um 167,73, talið er að vísitalan verði á svipuðu stigi út þessa vikuna.

Sony hækkaði um 2,5%, en Morgan Stanley hækkaði mat á fyrirtækinu á föstudaginn, en fjárfestar virðast óhræddir við að Toshiba, Hitachi og Fujitsu muni sækjast bóta vegna afturkallana rafhlaða sem Sony framleiddi.