Konur eru ólíklegri til að ota eigin tota og stuðla að tenglamyndun á vinnustöðum en karlar, samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegar rannsóknar sem dagblaðið Teleagraph segir frá.

Í könnuninni voru 11.500 konur á atvinnumarkaði bornar saman við 16.700 karla í alls 34 löndum.

Viðhalda glerþakinu

„Konur bjuggu ekki til glerþakið svo kallaða, hinar ósýnilegu hömlur sem kennt er um að þær hafi ekki tekjur í samræmi við getu, en þær leggja sitt af mörkum til að halda því við,” segir Shannon Goodson, sem stóð að rannsókninni.

Það geri þær með því að vera þeirrar hyggju að siðferðilega vafasamt, félagslega óásættanlegt og ókvenlegt sé að ota eigin tota.

Hún segir að konur sem ná að fikra sig upp valdapýramídann hafi tilhneigingu til að tálma uppgönguleiðina fyrir sporgöngukonum sínum og spilli jafnvel möguleika annarra kvenna til að fá stöðuhækkun.