Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur fyrirskipað fjármálaráðuneytinu með formlegum hætti að veita sér upplýsingar um aðkomu íslenska ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu tryggingafélagsins Sjóvár. ESA hefur til skoðunar hvort fjárframlag ríkisins til Sjóvár stangist á við reglur um ríkisstyrki innan Evrópska efnahagssvæðisins (ESS).

Formleg ákvörðun um fyrirmælin var tekin 10. mars síðastliðinn og tilkynnt ráðuneytinu samdægurs. Samkvæmt upplýsingum frá ESA er um réttarfarsákvæði að ræða sem er beitt þegar viðkomandi, í þessu tilfelli fjármálaráðuneytið, veitir ekki þær upplýsingar sem stofnunin hefur ítrekað falast eftir.

______________________________________

Nánar er fjallað um samskipti ESA og íslenskra stjórnvalda í nýjasta Viðskiptablaði.