Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja bann við notkun veitingastaða á margnota ílátum fyrir ólífuolíu frá og með 1. janúar á næsta ári. Ástæðurnar eru sagðar vera öryggi neytenda og aukið hreinlæti. Fjallað er um málið á vef BBC.

Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Oliver Bailly, segir að þetta muni vera neytendum til góðs. „Við erum að sjá til þess að þegar þú vilt fá olífuolíu með ákveðnum gæðum á veitingastað þá færðu það sem þú ert að borga fyrir,“ sagði Bailly blaðamannafundi í Brussel. Veitingastaðir munu þurfa að nota umbúðir sem eru einnota og þannig úr garði gerðar að ekki sé hægt að eiga við þær.