Evrópusambandið mun bjóðast til að aðstoða Ísland fjárhagslega þegar ágreiningur milli íslenskra stjórnvalda og annarra ESB ríkja hefur verið leystur.

Þetta kom fram í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun.

Dow Jones fréttaveitan greinir frá því að bresk yfirvöld séu uggandi yfir Icesave reikningunum þar í landi eins og margoft hefur komið fram – og á því strandi aðstoð Evrópusambandsins.

„Framlag Evrópusambandsins yrði þó smávægilegt,“ hefur Dow Jones eftir Johannes Laitenberger, talsmanni framkvæmdastjórnarinnar sem bætir því að aðstoðin yrði í raun „pólitískur greiði.“