Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á hugsanlegu ólöglegu samráði þýska orkufyrirtækisins E.ON og Gaz de France. Framkvæmdastjórnin hefur grun um að félögin hafi komist að samkomulagi um að selja ekki metangas á heimamarkaði hvors fyrirtækis. Ef samkeppnisyfirvöld ESB komast að þeirri niðurstöðu að félögin séu sek gætu þau sektað fyrirtækin um allt að 10% af heildarsölutekjum þeirra, en sú upphæð myndi nema milljörðum evra.