Alls mættu 147 einstaklingar til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þar er um að ræða stjórnmálamenn, embættismenn, lögmenn, endurskoðendur, bankastarfsmenn og aðrir stjórnendur bankanna.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fór fyrsta skýrslutakan fram þann 10. mars 2009 og sú síðasta 15. febrúar 2010. Ekki kemur fram hvort viðkomandi einstaklingar hafi fengið boð um að koma eða sjálfir lýst yfir vilja á að gefa skýrslu.

Alls mættu 9 endurskoðendur í skýrslutöku. Frá þeim er greint hér að neðan. Miðað er við starfsheiti þeirra þann 1. október 2008 og hvaða hlutverki þeir gegnu varðandi bankana. Auk þess kemur fram hvenær þeir mættu til skýrslutöku.

Umræddir endurskoðendur eru:

  • Erik Ingvar Bjarnason, Price Waterhouse Coopers, ytri endurskoðun Landsbankans - 5. febrúar 2010
  • Kristinn Freyr Kristinsson, löggiltur endurskoðandi og eigandi (partner) Price Waterhouse Coopers, ytri endurskoðun Glitnis -  28. júlí 2009
  • Jón Hreiðar Sigurðsson, Price Waterhouse Coopers, ytri endurskoðun Landsbankans - 5. febrúar 2010
  • Ómar Björnsson, löggiltur endurskoðandi og eigandi (partner) Price Waterhouse Coopers, ytri endurskoðun Glitnis - 28. júlí 2009
  • Reynir Stefán Gylfason (ásamt lögmanni sínum Gesti Jónssyni), löggiltur endurskoðandi og eigandi (partner) KPMG, ytri endurskoðun Kaupþings - 31. júlí 2009
  • Sigrún Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi og eigandi (partner) Price Waterhouse Coopers, ytri endurskoðun Glitnis - 28. júlí 2009
  • Sigurður Jónsson (ásamt lögmanni sínum Gesti Jónssyni), framkvæmdastjóri og eigandi (partner) KPMG, ytri endurskoðun Sparisjóðabankans/Icebank - 31. júlí 2009 og 9. októkber 2009
  • Sæmundur Valdimarsson (ásamt lögmanni sínum Gesti Jónssyni), löggiltur endurskoðandi og eigandi (partner) KPMG, ytri endurskoðun Kaupþings - 31. júlí 2009
  • Vignir Rafn Gíslason (ásamt lögmanni sínum Garðari Gíslasyni í fyrra skiptið), stjórnarformaður og eigandi (partner) Price Waterhouse Coopers, ytri endurskoðun Landsbankans - 23. júlí 2009 og 5. febrúar 2010