Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart Bandaríkjadollar nú í morgun. Klukkan 11:20 stóð EUR/USD krossinn í 1,4436 en í lok dags í gær var hann 1,4360. Evran hefur styrkst um 2% gagnvar dollar frá því í lok dags á föstudag. Þetta kemur fram í greingarefni Íslandsbanka.

Evrur
Evrur
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Miklar sveiflur verið á EUR/USD krossinum að undanförnu og frá því í byrjun maí hefur hann hæst farið upp í 1,4943 en lægst niður í 1,3970. Oftar en ekki má rekja þessar sveiflur til þeirra landa sem eiga í verulegum skuldavandræðum, og ber hér augljóslega hæst gríska ríkið.

Rekja má styrkingu evrunnar einna helst til almenna væntinga á markaði um að gríska þingið komi til með að samþykkja þann aðgerðapakka sem felst í 5 ára sparnaðar- og aðhaldsáætlun.  Einnig hafa ummæli Jean-Claude Trichet, bankastjóra Evrópska seðlabankans (ECB), um verðbólgu aukið spurn eftir evrum.