Evran hefur síðustu daga lækkað gagnvart kínverska júaninu og hefur ekki verið lægri gagnvart júaninu síðan í júlí 2001, eða í rúm 10 ár.

Gengi evru gagnvart kínversku júan var í morgun 100,35.

Þá hefur evran ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í rúmt ár, en gengi evrunnar gagnvart dollar var í morgun 1,29.

Vandræði evrusvæðisins og einstakra evruríkja hafa verið öllum kunn síðustu vikur og mánuði. Evrópski Seðlabankinn hefur verið duglegur að kaupa skuldabréf af stórum bönkum í Evrópu síðustu misseri og viðmælandi BBC telur það að hluta til ástæðu fyrir lækkun evrunnar gagnvart öðrum af helstu gjaldmiðlum.