Lítil viðskipti voru í kauphöllum Evrópu en fjárfestar bíða nú átekta um stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna, segir í frétt Dow Jones.

Dow Jones Stoxx 600 hækkaði um 0,4% og lauk í 359,72. Örflöguframleiðandinn STMicroelectronics lækkaði um 0,7%, olíurisarnir BP og Royal Dutch Shell lækkuðu um 1%.

CAC-40 vísitalan var nánast óbreytt og lauk í 5.426,82.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,1% og lauk í 6.476,17. Siemens hækkaði um 0,3% í lok dags en hafði lækkað talsvert fyrr um daginn, vegna fregna um að fyrirtækinu hafi láðst að greiða fullnægjandi tekjuskatt á sjö ára tímabili.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 6.156,40.