FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,39% í 6.160,9. En lyfjafyrirtækin AstraZeneca og GlaxoSmithKline lækkuðu bæði annan daginn í röð. AstraZeneca lækkaði um 3,7% og GlaxoSmithKline um 2,8%.

Lyfjafyrirtæki lækkuðu víðar í Evrópu, franska lyfjafyrirtækið Sanofi-Aventis lækkaði um 1,5% og þýska fyrirtækið Bayer lækkaði um 2%.

Franska vísitalan CAC-40 lækkaði um 0,69% í 5.396,03. Peugot hækkaði um 2,7%, en hagnaður bifreiðaframleiðandans hafði dregist saman, en var þó yfir væntingum markaðsaðila.

Þýska vísitalan DAX Xetra 30 lækkaði um 0,34% í 6.262,54. Volkswagen hækkaði um 1,9%.

Dow Jones Stoxx 600 lækkaði um 0,26% í 354,54.

OMXN40 lækkaði um 0,6% í 1088,3.

OBX vísitalan stóð í stað í 340,09.