FTSE 100 vísitalan breytist nánast ekkert, en hún lækkaði um 0,1 stig og lauk í 6.149,3. Neysluvarningsfyrirtækið Unilever hækkaði um 4,6% í kjölfar birtingar uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hækkaði um 1,6&, í kjölfar þess að J.P. Morgan uppfærði mat á fyrirtækinu. AstraZeneca hækkaði um 1,6%.

Þýska vístalan DAX Xetra 30 lækkaði um 1,1% og lauk í 6.223,33. Orkufyrirtækið E.On lækkaði um 2%, stálframleiðandinn ThyssenKruppp og bifreiðaframleiðandinn DaimlerChrysler lækkuðu um meira en 1,6%.

Franska vísitalan CAC-40 lækkaði um 1,1% og lauk í 5.310,07.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalana lækkaði um 0,4% og lauk í 353,19.

Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 0,9% í 1140,25. Skanska lækkaði um 4,4% og bankinn DnB lækkaði um 2,9% í kjölfar birtinga uppgjöra. Líftækni fyrirtækið Meda hækkaði hinsvegar um 11,5%.