DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,9% og lauk í 6.295,23. Orkufyrirtækin RWE, E.On og flugfélagið Deutsche Lufthansa hækkuðu í dag.

CAC 40 vísitalan hækkaði um 0,8% og lauk í 5.296,08.

FTSE 100 hækkaði um 0,5% og lauk í 6.050,40

Matvælaframleiðandinn RHM hækkaði um 31,5%, eftir að tilkynnt var að Premier Food hafi keypt fyrirtækið, en við það varð til stærsti matvælaframleiðandi Bretlands. Premier hækkaði um 4,7%. Hljómplötuframleiðandinn EMI hækkaði um 1,5% í kjölfar orðróms um að fyrirtækinu gæti borist yfirtökuboð frá fjárfestingafyrirtækinu Permira.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 351,59.

Lyfjafyrirtækið AstraZeneca hækkaði um 0,5%, en samkeppnisaðilinn Pfizer tilkynnti í dag að hætt hafi verið við þróun á nýju lyfi sem létti á samkeppni lyfjafyrirtækja sem selja sambærileg lyf.

OMXN40 hækkaði um 1,3% og lauk í 1148,11.

OBX hækkaði um 0,4% og lauk í 346,62.