Hækkun hlutabréfa á markaði í Evrópu í dag er sú mesta í tvær vikur. Að sögn Bloomberg varð hækkunin í kjölfar viljayfirlýsingar fjárfestisins Warren Buffett um að gangast í ábyrgð fyrir skuldabréf útgefin af sveitafélögum og tryggð af skuldatryggingafélögum.

FTSE í London hækkaði um 3,4% í dag, CAC í Frakklandi um 3,4%, DAX í Þýskalandi hækkaði um 3,3% og IBEX á Spáni um 3,4%.

OMXN40 hækkaði um 4,2% í dag.