Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 0,4% og lauk í 366,72.

Olíufatið hélt áfram að lækka í dag og seldis á undir 55 Bandaríkjadali, en greiningaraðilar telja að hlýnandi veður i í Bandaríkjunum og góð birgðastaða séu lykilatriði þar. Olíuverð hefur lækkað um 11%, það sem af er árinu. Rússneska vísitalan RTS lækkaði um 6,4% í dag.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,03% og lauk í 6.196,10.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,1% og lauk í 6.614,37. Flugfélög hækkuðu í kjölfar lækkanna olíuverðs, en Deutsche Lufthansa hækkaði um 1,5%.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 0,3% og lauk í 5.533,03. Air France-KLM hækkaði um 0,5%

OMXN40 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 1190,47. Sampo hækkaði um 2,1% í kjölfar góðrar afkomuspár frá Trygvesta. Novo Nordisk hækkaði um 2,5% .

Norska vísitalan OBX lækkaði um 1,7% í kjölfar lækkunar olíuverðs. Statoil lækkaði um 3,2% og Norsk Hydro um 1,2%. Storebrand hækkaði um 2%, eftir hagstætt mat frá Trygvesta.