Evrópskar hlutabréfavísitölur lækkuðu í morgun og er lækkunin aðallega rakin til þess að fjárfestar og aðrir markaðsaðilar hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu spænska bankakerfisins. Í gær sagði greiningarfyrirtækið Moody's að fjárþörf spænskra banka væri hugsanleg tvisvar sinnum meiri en spænsk stjórnvöld hafa sagt.

Breska FTSE vísitalan lækkaði um 0,30% í morgun, þýska DAX vísitalan um 0,25% og franska CAC um 0,47%. Merkilegt nokk er spænska IBEX vísitalan ein örfárra evrópskra hlutabréfavísitala sem hófu daginn með hækkunum, en hún hefur hækkað um 0,04%.