Hlutabréf á helstu mörkuðum í Evrópu féllu í verði við opnun markaðar í morgun í framhaldi af miklu verðfalli í Japan.

Lækkun hlutabréfa er rakin til ótta fjárfesta við vaxtahækkanir í Bandaríkjunum, sem aftur hefðu neikvæð áhrif á efnahagslíf heimsins. Í gælr lækkuðui helstu hlutabréfavísitölur í Japan og Nikkei vísitalan fór niður í 14.633 stig eða 3%. Þetta er mesta dagslækkun vísitölunnar í eitt ár og í fyrsta skipti sem hún fer niður fyrir 15.000 stig á þessu ári.

FTSE 100 vísitalan í London lækkaði um 98 stig við opnun og í Frakklandi og Þýskalandi hafa bréf fallið um 2%.