Evrópski seðlabankinn tilkynnti í dag um að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þá stenda vextirnir í 0,05%, sem er söguleg lægð í stýrivöxtum bankans.

Innlánsvextir seðlabankans eru þá -0,3%, sem á að virka sem hvati fyrir banka til að veita fleiri lán í stað þess að sanka að sér fjármagni.

Ákvörðun Draghi og nefndarfélaga hans vekur athygli, þar eð olíuverð og bjarnarmarkaðir í Evrópu draga verðbólgu enn meira niður, þvert á áætlanir bankans.

Mögulegt er að Draghi tilkynni um frekari hagræna hvata á borð við aukna magnbundna íhlutun (e. Quantitative easing). Hann heldur blaðamannafund klukkan 13:30 á íslenskum tíma í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt. Viðskiptablaðið mun fjalla nánar um það sem Draghi hefur að segja.