Jürgen Stark, stjórnarmaður í seðlabanka Evrópu, sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi að Evrópubankinn myndi ekki styðja einhliða evruvæðingu Íslendinga. Hann viðurkenndi þó að evruvæðing veitti skjól gegn „vindum að utan“ og að sagði að einhliða evruvæðingu fylgdu bæði kostir og gallar.

Jürgen Stark sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í síðustu viku að bankinn myndi hvorki liðka fyrir né hvetja til einhliða evruvæðingar Íslands. Lönd sem tækju upp evru einhliða gerðu það á eigin ábyrgð og áhættu, án þess að skuldbinda Evrópusambandið eða Evrópubankann. „Seðlabanki Evrópu myndi því framfylgja stefnu sem fæli í sér enga skuldbindingu og engan stuðning gagnvart þessum löndum,“ sagði hann í erindi sínu.

Nánar er fjallað um sjónarmið Stark í Viðskiptablaðinu í dag.