*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 10. maí 2017 13:20

Evrópskt eftirlit á fjármálamarkaði

Ný lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði voru samþykkt í gær á Alþingi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ný lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði voru samþykkt í gær á Alþingi. 27 þingmenn voru samþykkir lögunum, fimm andvígir þeim, 18 greiddu ekki atkvæðu og 13 voru fjarstaddir. 

Tilgangur laganna er að lögfesta evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Eftirlitskerfinu er ætlað að vernda hagsmuni almennings og fjármálamarkaðarins með því að stuðla að stöðugleika og heilbrigði fjármálakerfisins á innri markaði EES. 

Nýju lögin kveða á um ítarlegt samstarf við evrópska eftirlitskerfið. Önnur breyting sem á verður er að ef til þess kemur að þurfi að beita ákvörðunarvaldo gagnvart íslenskum fyrirtækjum þá er það héðan í frá í höndum Eftirlitstofnun EFTA. Haft er eftir Jón Þóri Sturlusyni, aðstoðaframkvæmdastjóra FME, að lögin breyti litlu fyrir starfsemi íslenska fjármálaeftirlitsins í frétt Ríkisútvarpsins